Njarðvíkurskóli
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður þriðjudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
Nemendur í 1., 6. og 10. bekk mæta kl. 8:30 eru til kl. 10:00
Nemendur í 2., 7. og 9. bekk mæta kl. 9:00 og eru til kl.10:30
Nemendur í 3.,4., 5. og 8. bekk mæta kl. 9:30 og eru til kl. 11:00
Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar 2023.