Sjöfn Sóley Guðlaugsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Ásgerður Þorgeirsdóttir
Á skólaárinu 2021-2022 kusu nemendur 1.-6. bekk í Njarðvíkurskóla um nafn á húsnæði fyrir Skólavini í Njarðvíkurskóla. Kosið var um sex nöfn og Vinakot varð fyrir valinu.
Í vikunni kom upp skilti með nafni húsnæðisins. Ólafur Guðmundsson var fenginn til að útbúa fyrir okkur skilti og er útkoman frábær. Skiltið er útskorið þar sem kemur fram heitið á húsnæðinu og merki Njarðvíkurskóla. Njarðvíkurskóli þakkar Ólafi kærlega fyrir samstarfið og vel unnið starf.
Skólavinaverkefnið í Njarðvíkurskóla gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í fyrri frímínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.
Umsjónarmaður Skólavinaverkefnisins í Njarðvíkurskóla er Sjöfn Sóley Guðlaugsdóttir.