Skólaþing Njarðvíkurskóla
Þriðjudaginn 17. janúar verður skólaþing á sal Njarðvíkurskóla frá kl. 17:00-18:00. Skólaþingið er hugsað sem samráðsvettvangur skólasamfélags Njarðvíkurskóla og er yfirskrift þess: Hvað einkennir góðan skóla?
Forráðamönnum sem koma að skólasamfélagi Njarðvíkurskóla og vilja hafa áhrif á skólastarfið til skólaþingsins er boðið á skólaþingið. Þar hafa allir möguleika á því að koma með hugmyndir hvernig hægt er að efla skólastarfið og þróun skólans. Nemendum í 5.-10. bekk er einnig boðið að sitja skólaþingið sem og starfsfólki skólans.