Orka og tækni í Njarðvíkurskóla
Í Njarðvíkurskóla eru fjölbreyttir valáfangar fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Eitt af valfögunum er valfagið Orka og tækni sem er unnið í samstarfi við HS Veitur hf. Nemendur kynnast fjölbreyttum störfum sem iðn- og tækninám hefur uppá að bjóða. Kynnast starfsemi veitufyrirtækja og fræðast um vatn, hitaveitu og rafmagn auk þess að öðlast þekkingu á umhverfismálum sem snúa að auðlindum. Námið er bæði bóklegt og verklegt og er að miklu leiti hjá HS Veitum. Kennarar eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk hjá HS Veitum. Mikil ánægja er hjá nemendum með þessa valgrein og samstarfið við HS veitur er til fyrirmyndar. Valgrein sem þessi sýnir mikilvægi þess að auka vægi verklegrar kennslu hjá nemendum.