List fyrir alla - Ævintýrið um Ferðafljóð tónlistarleikhús
Föstudaginn 6. október fengu nemendur í 1.-3. bekk að sjá tónlistarævintýri á sal skólans sem heitir Ævintýrið um Ferðafljóð í flutningi Valgerðar Guðnadóttur söng og leikkonu en með henni voru píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson og Matthías Stefánsson fiðlu og gítarleikari.
Ævintýrið fjallar um stúlkuna Fljóð sem dregst inn í ævintýraveröld þar sem hún ferðast til margra landa og tekur þátt í mismunandi tónlistarflutningi. Nemendur hjálpuðu til við framvindu ævintýrisins, stóðu sig frábærlega og fengu mikið hrós fyrir.