Ljósanótt 2023
Mikil stemning var í Njarðvíkurskóla í dag í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ sem verður um helgina. Í upphafi dags var Ljósnæturfáninn dreginn að húni við Njarðvíkurskóla.
Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.
Eftir hádegi var Ljósanæturdanspartý í Njarðvíkurskóla fyrir alla nemendur skólans og elstu nemendur á leikskólanum Gimli þar sem dansað var og nemendur gátu fengið andlitsmálingu.