04.10.2024
Í tilefni samtalsdags í Njarðvíkurskóla þann 8.október næstkomandi mun 10.bekkur bjóða til sölu vöfflur og drykki með þeim.
10.bekkur er að safna fyrir skólaferðalagi sem þau stefna að í maí 2025 að Bakkaflöt í Skagafirði.
Í boði verða vöfflur, kaffi og djús og verður posi á staðnum þannig að hægt verður að borga með korti og síma fyrir þá sem vilja.
Lesa meira
24.09.2024
Miðvikudaginn 25. september er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Wednesday the 25h of September is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Sroda, 25 wrzesnia, jest dniem pracy nauczycieli w Njardvikurskoli. Wszyscy uczniowie maja w tym dniu wakacje. W tym dniu zajecia pozalekcyjne sa zamkniete.
Lesa meira
19.09.2024
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit).
Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2023-2024 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.
Lesa meira
18.09.2024
Aðalfundur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður haldinn á sal skólans mánudaginn 30. september nk. kl. 17:00-18:30.
Dagskrá er eftirfarandi:
- skýrsla stjórnar
- ársreikningur
- kosning nýrrar stjórnar
- kosning formanns
- önnur mál
Í framhaldi af aðalfundi verður umræðufundur um leiðir til að efla samstarf foreldra og skólans. Foreldrafélagið og stjórnendur Njarðvíkurskóla verða með stutt innlegg inn í umræðuna sem er tækifæri fyrir okkur öll til að eiga samtal og móta hugmyndir um samstarf í þágu barna okkar.
Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á aðalfundinn og á umræðufundinn í kjölfarið.
Bestu kveðjur,
foreldrafélag Njarðvíkurskóla
Lesa meira
12.09.2024
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 11. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira
09.09.2024
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi tekið saman upplýsingar með ráðleggingum um mikilvægi heimalestrar og hvernig nýta má gagnvirkan lestur til að efla lesskilning. Við hvetjum foreldra til að kynna sér ráðleggingarnar, þær eru einfaldar og aðgengilegar.
Lesa meira
05.09.2024
Mikil stemming er í Njarðvíkurskóla í tengslum við Ljósanótt sem fer fram í Reykjanesbæ. Í upphafi dags drógu Kristinn Einar Ingvason formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt. Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.
Lesa meira
03.09.2024
Verkefnið Göngum í skólann hefst miðvikudaginn 4.september. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.
Lesa meira
16.08.2024
Skólasetning fyrir skólaárið 2024-2025 verður á sal Njarðvíkurskóla föstudaginn 23. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-3. bekk kl. 8:30
- nemendur í 4.-5. bekk kl. 9:30
- nemendur í 6.-7. bekk kl. 10:30
- nemendur í 8. bekk kl. 11:30
- nemendur í 9.-10. bekk kl. 12:30
- nemendur í 1. bekk kl. 13:00
Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum þar sem verður skólakynning og farið yfir áherslur í hverjum árgangi fyrir sig.
Forráðamenn eru hvattir til að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira
29.06.2024
Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024 er komin út.
Í sjálfsmatsskýrslu Njarðvíkurskóla er greint frá innra mati skólans og tekur skýrslan mið af niðurstöðum sem þegar liggja fyrir um innra starf og stefnu Njarðvíkurskóla skólaárið 2023-2024. Matið er unnið af stjórnendum og sjálfsmatsteymi skólans á grunni upplýsinga sem liggja fyrir í lok skólaárs. Niðurstöðurnar eru bornar saman við markmið skólans og stefnu Reykjanesbæjar í menntamálum.
Lesa meira