Jólahátíð Njarðvíkurskóla 2024

Jólahátíð Njarðvíkurskóla
Jólahátíð Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.

Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
- Nemendur 1.-10. bekk og í Björk mæta í heimastofu kl. 10:00 og hátíðinni lýkur kl. 11:15.
- Nemendur í Ösp mæta í Ösp kl. 8:15 og hátíðinni lýkur kl. 11:15.

Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang.

Á jólahátíðinni eru stofujól, horft er á helgileik sem nemendur í 6. bekk leika og syngja, lesin er jólasaga og svo koma nemendur á sal þar sem gengið er í kringum jólatré og sungið saman.

Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsfólki skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar 2025

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.

Hátíðarkveðjur,
Stjórnendur Njarðvíkurskóla.