Skíðaval í Bláfjöllum

Í skólanum eru mörg og áhugaverð valfög sem nemendur á unglingastigi geta valið um á hverju ári, eitt af þeim valfögum er skíðaval.

Nemendur úr skíðavali fóru í skíðaferð í Bláfjöll fimmtudaginn 09. janúar, ásamt kennurum.

Ferðin var skipulögð af þeim Heiðrúnu, Ásgerði og Þóri kennurum og fóru þau ásamt vöskum hópi af nemendum og áttu góðan dag í Bláfjöllum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferðinni hjá þeim.