Nemendur í 10. bekk að skreyta piparkökuhús
Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk í Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri og geri ýmislegt annað skemmtilegt saman.
Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 11. desember var jólaföndursdagur og það var ýmislegt skemmtilegt í boði líkt og hefðbundið jólaföndur, skreyta piparkökuhús og þá fór 10. bekkur í skautaferð á Aðventusvellið í Skrúðgarðinum til þess að nefna eitthvað.
Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsfólk skólans bar á borð fyrir alla nemendur og salurinn var skreyttur. Þetta er alltaf hátíðleg og skemmtileg stund. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósu og ísblóm.
Hér fyrir neðan má sjá myndasafn frá þessum skemmtilega degi hjá okkur í Njarðvíkurskóla.