Vegleg gjöf í Ösp

Ásmundur Friðriksson fulltrúi Skötumessunar prófar annan af nýju stólunum í Ösp.
Ásmundur Friðriksson fulltrúi Skötumessunar prófar annan af nýju stólunum í Ösp.

Ásmundur Friðriksson, fulltrúi Skötumessunnar, kom færandi hendi á dögum í Ösp og afhenti tvo Proteck skynörvunarstóla að gjöf.

Proteck stólarnir eru fluttir inn frá Danmörku og eru hannaðir til að veita nemendum sem mesta skynjun þar sem boltar og þyngingarvængir eru í aðalhlutverki.   

Njarðvíkurskóli / Ösp vill þakka öllum þeim aðilum sem standa að Skötumessunni fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem kemur til að nýtast vel í leik og starfi með nemendum.