Rafbókasafnið - heill heimur af fróðleik

Rafbókasafnið - Líka fyrir námsmenn

Allir nemendur geta nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldan hátt. 
 
Það eina sem nemendur þurfa til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Minnum á að bókasafnskírteini er gjaldfrjálst fyrir alla yngri en 18 ára. 

Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og unglinga, þar a meðal á ensku, pólsku og svo margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. 
Hægt er að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.
 
Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og Libby,en öppin má finna í App Store og Play store og þjónustan er gjaldfrjáls fyrir notendur sem eiga gilt bókasafnsskírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar.  Slóðin að Rafbókasafninu er rafbokasafnid.is .

Einnig má finna efni Rafbókasafnsins á leitir.is
 
Leiðbeiningar má nálgast á vefslóðinni: https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/safnakostur/rafbokasafnid og senda má fyrirspurnir á netfangið rafbokasafnid@reykjanesbaer.is
 
Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar aðstoðar einnig við uppsetningu Rafbókasafnsins sé þess þörf.