Frítt foreldranámskeið í Reykjanesbæ
04.09.2019
Hugarfrelsi býður foreldrum barna og unglinga á Suðurnesjum upp á ókeypis foreldranámskeið.
Hér er um stutt og hnitmiðað námskeið að ræða. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins.
Á námskeiðinu verður farið yfir: – Hvernig hægt er að leiðbeina börnum í að velja jákvæðni umfram neikvæðni – Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla sjálfsmynd sína og styrkleika – Einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða – Einfaldar leiðir til að hjálpa barninu þínu til að sofna
Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró.
Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig!
|
|
|
11. september 2019 (miðvikudagur) Kl. 20:00-21:30
Íþróttaakademían í Reykjanesbæ, Sunnubraut 35
Skráning á www.hugarfrelsi.is, takmarkaður sætafjöldi.
|
|
|