Setning Ljósanætur 2019
Setning Ljósanætur fer fram miðvikudaginn 4. september kl. 16:30 -17:30 í Skrúðgarðinum við Suðurgötu.
Njarðvíkurskóli á tvo fulltrúa úr 6. bekk í Ljósanætur - kórnum.
Við hvetjum foreldra að mæta með börnin sín á setninguna.
Börnin eru í aðalhlutverki við setningarathöfn Ljósanætur sem fram fer í skemmtilegri athöfn í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum á þennan flotta viðburð. Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur verður haldið pylsupartý þar sem öllum er boðið upp á pylsur beint af grillinu.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar frá kl. 16:15 undir stjórn Hörpu Jóhannsdóttur.
Dagskrá:
- Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi býður gesti velkomna.
- Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpar gesti og að því loknu draga þau Filoretta Osmani og Maciek Baginski Ljósanæturfánann að húni og þar með er hátíðin sett.
- Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar syngur lögin, Ljósanótt og Meistari Jakob við undirleik Skúla Freys Brynjólfssonar.
- Það er svo söngkonan geðþekka Salka Sól sem tekur við og skemmtir gestum.