Fréttir & tilkynningar

17.03.2025

Skólaþing Njarðvíkurskóla

Þriðjudaginn 25. mars næstkomandi verður haldið Skólaþing Njarðvíkurskóla. Við bjóðum öllum sem koma að skólasamfélagi Njarðvíkurskóla og vilja hafa áhrif á skólastarfið að taka þátt. Forráðamenn, nemendur og starfsfólk eru sérstaklega boðin velkomin. Á þinginu gefst tækifæri til þess að koma með hugmyndir að því hvernig hægt er að efla skólastarfið og stuðla að áframhaldandi þróun skólans. Þingið verður haldið á sal Njarðvíkurskóla kl. 19:30-20:30. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla