Fréttir & tilkynningar

31.03.2025

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2025

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin föstudaginn 4. apríl 2025. Nemendur mæta kl. 10:30 í heimastofur og fara þaðan saman með umsjónarkennara sínum yfir í íþróttahúsið. Sumir nemendur gegna sérstökum hlutverkum og mæta þeir samkvæmt fyrirmælum frá sínum kennara. Nemendur í Ösp mæta í Ösp kl. 8:15. Frístundaheimili skólans og í Ösp eru lokuð þennan dag. Hátíðardagskrá hefst kl. 11:00 í íþróttahúsinu við Njarðvíkurskóla. Þar verða frátekin sæti fyrir hvern árgang á gólfinu en gestir fá sæti í stúkunni og mögulega á öftustu röðum gólfsins. Íþróttahúsið opnar fyrir gesti kl. 10:30. Þema árshátíðarinnar er ÁRIÐ OKKAR. Sama þema og var á þemadögum skólans í febrúar. Í kjölfar hátíðardagskrár afrakstur nemenda frá þemadögunum til sýnis. Eins og hefð er fyrir er árshátíðargestum boðið upp á kaffiveitingar í skólanum eftir dagskrána, í boði verður skúffukaka og drykkir. Í ár er skúffukakan í boði foreldrafélags Njarðvíkurskóla. Athugið að nemendur koma ekki með síma á árshátíðina þar sem notkun síma og myndataka nemenda er ekki leyfð. Við hvetjum forráðamenn og aðra fjölskyldumeðlimi til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega degi. Gert er ráð fyrir að dagskrá í íþróttahúsinu taki um 60 mínútur og eftir það eru nemendur í umsjá forráðamanna. Við minnum alla nemendur á að mæta stundvíslega og snyrtilega klædd.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla