Viðburðir

Fréttir & tilkynningar

11.10.2024

Gróðursetning á birkitrjám í Njarðvíkurskógi

Nemendur í 5. bekk og umsjónarkennarar þeirra þær Nana og Júlía stóðu fyrir umhverfismennt og trjárækt þriðjudaginn 24. september. Þau gróðursettu 100 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa þau til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar. Plönturnar gróðursettu nemendurnir við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Steindóri í umhverfisteymi skólans. Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurunum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla