Fréttir & tilkynningar

05.11.2024

Fyrirlestur fyrir forráðamenn 1.-5. bekk

6. nóvember kl.19:30-21:00 mun Dagbjört Harðardóttir frá Heimili og skóla kynna og ræða farsældarsáttmálann fyrir forráðamönnum í 1.-5. bekk á sal Njarðvíkurskóla. Mjög mikilvægt að einn forráðamaður mæti frá hverju heimili. Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í nærsamfélaginu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps auk þess sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins. Farsældarsáttmálinn gefur foreldrum tækifæri til þess að forma samstarf sín á milli og styrkja foreldrastarfið. Eftir kynninguna koma forráðamenn í hverjum árgangi fyrir sig saman og gera sinn farsældarsáttmála með umsjónarkennara.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla