Fréttir & tilkynningar

02.09.2025

Íþróttadagur 5. september

Föstudaginn 5. september er íþróttadagur í Njarðvíkurskóla. Þetta er skertur nemendadagur samkvæmt skóladagatali og verða bekkir saman með umsjónarkennurum. Nemendur taka þátt í fjölbreyttum þrautum og leikjum sem miða að því að efla liðsheild, hreyfingu og skemmtilega stemningu í skólanum. Allir nemendur mæta kl. 8:15 og skóladeginum lýkur kl. 11:15 hjá nemendum í 1.-5. bekk og kl. 12:00 hjá nemendum í 6.-10. bekk. Að loknum skóladegi geta skráðir nemendur borðað hádegismat frá Skólamat kl. 11:15 eða kl. 12:00, eftir því hvenær þeirra skóla lýkur. Frístundaheimili er hjá skráðum nemendum frá kl. 11:15 til 16:15. Hver bekkur hefur sinn lit og hvetjum við nemendur til að mæta í fatnaði í viðeigandi litum. Það styrkir liðsheildina og bætir stemninguna í skólanum. Litir bekkja og hópa: - 1.bekkur - Gulur - 2.bekkur - Rauður - 3.bekkur - Grænn - 4.bekkur - Blár - 5.bekkur - Bleikur - 6.BÖH - Fjólublár - 6.THT - Rauður - 7.FSM - Bleikur - 7.KE - Blár - 8.GEH - Appelsínugulur - 8.KR - Brúnn - 9.US - Svartur - 9.TG - Grár - 9.MRF - Hvítur - 10.Gulur - Gulur - 10.Grænn - Grænn

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla