Fréttir & tilkynningar

24.10.2025

Hrekkjavökuhátíð 31. október

Föstudaginn 31. október verður haldin Hrekkjavökuhátíð í Njarðvíkurskóla. Þetta er uppbrotsdagur samkvæmt skóladagatali og verður hluti af deginum helgaður hrekkjavökunni. Við ætlum að búa til hrekkjavökustemningu í skólanum þar sem nemendur taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og stöðvum. Á meðal þess sem verður í boði eru skapandi og dularfullar stöðvar í kennslustofum, hrekkjavökuleikir og þrautir, draugalegt diskó, söngur, tónlist og önnur fjölbreytt hrekkjavökuverkefni. Kennsla fer fram samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:15 til 10:35 og skipulögð hrekkjavökudagskrá frá kl. 10:35 til 13:20. Frímínútur og hádegismatur verða á hefðbundnum tímum. Frístundaheimili verður með hefðbundnu sniði. Nemendur fara ekki í sund þennan dag en íþróttir verða samkvæmt stundaskrá til kl. 10:35 og verður tekið tillit til búninga í þeirri kennslu. Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum eða einhverju sem tengist hrekkjavöku. Salurinn í skólanum verður skreyttur í hrekkjavökuanda og munu nemendur taka þátt í söng og dansi. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri þar sem þeir fara út í frímínútur líkt og aðra daga. Við hlökkum til dagsins þar sem nemendur og starfsfólk mun njóta saman hrekkjavökustemningar í skólanum.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla