Vorhátíð Njarðvíkurskóla 2023

Vorhátíð Njarðvíkurskóla
Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Mánudaginn 5. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á að nemendur, starfsmenn og gestir fóru í skrúðgöngu. Að skrúðgöngu lokinni þá dreifðu allir sér um skólalóðina þar sem fjölbreyttar stöðvar með leikjum fyrir nemendur voru í boði. Nemendum í 5.-7. bekk stóð til boða að fara í sápubolta sem er mjög vinsælt hjá þeim. Foreldrafélag Njarðvíkurskóla bauð upp á danssýningu með Disneyþema/syrpu frá DansKompaní með bæði nýjum og gömlum Disney karakterum sem allir þekkja og var sýning frábær. Eftir danssýninguna þá tók við Litahlaup Njarðvíkurskóla sem allir bíða eftir með eftirvæntingu hvort sem nemendur eða starfsmenn hlaupa eða dreifa dufti. Vorhátíðinni lauk svo á pylsuveislu og voru það fulltrúar frá foreldrafélagi skólans sem komu og aðstoðuðu við að afgreiða pylsur og drykki.

Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að vorhátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.