Föstudaginn 4. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars var boðið upp á dans, skotbolta, bílasýningu, sipp, teygjutvist, stultur, húllahopp, sápukúlur o.fl.
Starfsmenn kepptu við nemendur í 10. bekk í fótbolta og körfubolta, þar sem starfsmenn unnu fótboltann og nemendur körfuboltann.
Mikil ánægja var með komu Friðriks Dórs tónlistarmanns sem tók nokkur lög við góðar undirtektir. Í framhaldi var litahlaup sem vakti mikla lukku. Nemendur fengu pylsur og safa.