Kristín Blöndal og Þorsteinn Þorsteinsson
Ellefu aðilar, félög og góðgerðarsamtök á Suðurnesjum fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var fyrr í október. Alls söfnuðust rúmar tuttugu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk styrk að upphæð 1.250.000 krónur. Styrknum hefur þegar verið ráðstafað í kaup á boltabaði og hringekjum sem fara í hreyfisal í Ösp.
Njarðvíkurskóli þakkar eigendum Blue Car Rental kærlega fyrir velvild í garð skólans og sérdeildarinnar síðustu ár.