8.bekkur í Njarðvíkurskóla fór að Úlfljótsvatni í skólabúðir dagana 15.-17.mars. Það má í raun segja að loksins hafi þau komist þar sem þessi ferð var áætluð á síðasta skólaári en þurfti að fresta vegna sóttvarnartakmarkanna og Covid. Þessa þrjá daga og tvær nætur skemmtu allir sér konuglega við leik og störf. Það voru skipulagðar stundir á vegum staðarhaldara ásamt því að eiga frjálsan tíma inni á milli, síðan voru kvöldvökur sem nemendur sjálfir sáu um að skipuleggja bæði kvöldin.
Í ferðinni var farið í fjallgöngu, útileiki, klifrað upp klifurturn, farið í bogfimi og margt annað. Hópurinn í heild stóð sig frábærlega og slógu í gegn hjá staðarhöldurum sem voru mjög ánægðir með hópinn.
Í svona ferðum er gaman að fylgjast með því hvernig krakkarnir ná saman á annan hátt en í hefðbundnu skólastarfi líkt og má sjá í meðfylgjandi myndasafni.