Í dag var fyrri dagurinn af þemadögum hér í Njarðvíkurskóla. Yfirskrift þemadaganna í ár er Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Nemendur unnu í fjölbreyttum smiðjum þar sem nemendur skemmtu sér vel. Sumir voru í hreyfingu, aðrir bjuggu til hollan mat eða snakk ásamt mörgu öðru fjölbreyttu. 10.bekkur var með kaffihúsafund þar sem umfjöllunarefnið var heilsueflandi grunnskóli þar sem þau sögðu sína skoðun á því hvað væri vel gert hér í skólanum og einnig hvað mætti gera betur.
Við höldum áfram á morgun með þemadaga en hér í tengil má sjá myndir frá þessum fyrri degi.