Sumarfrístund fyrir nemendur sem eru að byrja í 1. bekk

Miðvikudaginn 9. ágúst kl. 9:00 hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk í Njarðvíkurskóla og eru skráðir í sumarfrístund. Sumarfrístund er 9.– 21. ágúst frá kl. 9.00 til kl. 15.00 nema 15. ágúst opnar frístundaheimilið kl. 10:00 vegna starfsmannafundar og 21. ágúst lokar frístundaheimilið kl. 12:30 vegna námskeiðs starfsmanna. Frístundaheimilið verður staðsett í húsnæðinu Brekku sem er við hliðina á Njarðvíkurskóla.

Nemendur eiga að koma klæddir eftir veðri þar sem búast má við útiveru alla daga. Gott er að hafa aukaföt með í tösku og merkja allt vel. Boðið verður upp á hádegisverð og síðdegishressingu í skólanum og lögð er áhersla á að nemendur borði morgunmat áður en þeir mæta og hafi með sér létta morgunhressingu. Ef nemendur eru á sérfæði þá þurfa forráðamenn að koma þeim upplýsingum til Skólamatar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 864-6788 eða með því að senda póst á netfangið arna.l.kristinsdottir@njardvikurskoli.is