Í dag, 18.febrúar var haldin Stóra upplestrarkeppnin á sal Njarðvíkurskóla. Það er 7.bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það 12 nemendur sem tóku þátt og fyrr í vikunni var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir 12 nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal.
Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Nemendur lásu allir hluta af sögunni um Jörgen Moesveg 13 og komu síðan aftur upp og lásu ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni í ár voru þær Ástríður Helga íslenskukennari, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi skólastjóri Njarðvíkurskóla. Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll í mars.
Sigurvegarar í Njarðvíkurskóla voru þau Kristín Björk Guðjónsdóttir og Viktor Garri Guðnason. Ragna Talía Magnúsdóttir var svo valin sem varamaður þeirra. Þau þrjú muna halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.
Myndir frá keppninni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.