Starfsmannalundur
Í lok maí varð til svokallaður ,,Starfsmannalundur'' við Njarðvíkurskóla. Lundurinn sem eru átta afar falleg íslensk birkitré sem keypt voru í Glitbrá í Sandgerði.
Tilurð lundarins er vegna námsferðar starfsfólks skólans til Alicante haustið 2019, en þá var peningur afgangs sem við létum renna í að kolefnisjafna ferðina okkar með uppbyggingu á þessum lundi.
Lundurinn stendur milli Aspar og klifurgrindarinnar en þar voru beð sem átti eftir að klára að gróðursetja í.
Umhverfisteymið naut dyggrar hjálpar nemanda í Björk sem og yngri nemenda Njarðvíkurskóla sem kepptust viða við að stinga upp og hreinsa beðið og moka fínar holur. Guli herinn kom síðan og færði okkur húsdýraáburð og hjálpaði til við gróðursetninguna. Við hlökkum til með að fylgjast með vexti trjánna.