Kökukeppni Nemendaráð Njarðvíkurskóla var haldin í byrjun desember eins og undanfarin misseri og vakti mikla lukka að vanda enda einn vinsælasti viðburður skólans á hverju ári. Gleðin umliggur sal skólans þegar nemendur á unglingastigi flykkjast að kökunum og dást að þeim með stjörnur í augunum og einhverjir heppnir fá jafnvel að smakka.
Sigurvegararnir þetta árið voru þær Margrét Rósa Sigfúsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir úr 8. bekk með stílhreinu og bragðgóðu snjókallakökuna sína en fast á hæla þeirra fylgdu þær Sóley Sara Rafnsdóttir og Svanhildur Reykdal úr 10. bekk með fallega blómaköku.