Njarðvíkurskóli
Skólastarf verður í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar nema eitthvað óvænt komi upp á. Þetta á einnig við um starfsemi frístundaheimila. Þess má geta að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum fellur niður og því er engin frístundarúta í gangi. Vel gengur að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafa nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. Þó að hiti sé góður þá getur verið gólfkalt og því eru nemendur hvattir til að nota inniskó eða vera í ullarsokkum. Ekki er víst að Skólamatur geti afgreitt mat og væri því gott að foreldrar gerðu ráð fyrir að nesta börnin sín að minnsta kosti á morgun. Nánari upplýsingar frá Skólamat koma í kvöld.
Staðan verður tekin reglulega og upplýsingar verða sendar frá skólastjórnendum til forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.