Skólaslit Njarðvíkurskóla

Nemendur í 10. bekk - árgangur 2007
Nemendur í 10. bekk - árgangur 2007

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans mánudaginn 5. júní hjá nemendum í 10. bekk og hjá nemendum í 1.-9. bekk þriðjudaginn 6. júní.

1.-9. bekkur
Skólaslit hjá 1.-9. bekk var skipt upp í fjóra hluta: 1 og 2. bekkur, 3. og 4. bekkur 5. og 6. bekkur og 7.-9. bekkur. Skólaslitin byrjuðu á sal þar sem Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foráðamenn og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 81. starfsár skólans. Að þessu loknu fóru nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur og fengu afhentan vitnisburð sinn.

10. bekkur
Á skólaslitunum hjá 10. bekk spiluðu þær Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir nemendur úr 10. bekk Abba lagið, Thank you for the music.

Á skólaslitunum í 10. bekk voru fjölmargar viðurkenningar veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. 

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gáfu verðlaunin og kann Njarðvíkurskóli við þeim bestu þakkir fyrir.
- Íslenska: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- Stærðfræði (bæði á grunn- og framhaldsskólastigi): Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- Enska: Kristín Arna Gunnarsdóttir
- Danska: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- Samfélagsfræði: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- Náttúrufræði: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- Íþróttir: Íris Björk Davíðsdóttir
- Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Íris Björk Davíðsdóttir
-Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Heimir Gamalíel Helgason

Valgreinar:
- Myndlist: Sofia Lee M. Oldfather Perez
- Umhverfisverðlaun: Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir
- Félagsstörf: Íris Björk Davíðsdóttir
- Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Embla Sól Sverrisdóttir. Heiðrún Edda Davíðsdóttir og Helena Líf Elvarsdóttir

Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í 10. bekk: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir

Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningar fyrir almennt góðan námsárangur til nemenda sem fengu ekki aðrar viðurkenningar en voru ávallt við það að vera með hæstu einkunn í bóklegum greinum: Hekla Sif Ingvadóttir, Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir, Embla Sól Sverrisdóttir og Yasmin Petra Younesdóttir

Njarðvíkurskóli veitti viðurkenningu fyrir framfarir í námi: Styrmir Marteinn Arngrímsson.

Njarðvíkurskóli veitti nemendum úr Ösp viðurkenningu fyrir góðan árangur námi: Alex Natthagorn Sinpru, Lilja Líf Aradóttir, Snorri Fannar Ómarsson.

Njarðvíkurskóli veitti nemanda í Björk viðurkenningu við útskrift: Pétur Garðar Eysteinsson.

Á skólaslitum 10. bekkjar hélt Íris Björk Davíðsdóttir formaður nemendaráðs ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Jóhann Gunnar Sigmarsson og Hulda Hauksdóttir umsjónakennarar 10. bekkjar héldu einnig ræðu. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf.  Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, forráðamenn, gesti og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 81. starfsár skólans.

Myndir í myndasafni eru frá skólaslitum í 10. bekk.