Árgangur 2003 í Njarðvíkurskóla
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans í dag 4. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Elisa Natnisha á píanó, Ástríður Auðbjörg á klarinett, Heiðdís Hekla á píanó, Ása Bríet á píanó og Eygló Ósk Pálsdóttir og María Lovísa Davíðsdóttir spiluðu samspil á klarinett.
Þeir bekkir sem höfðu safnað flestum hrósmiðum á yngsta-, mið- og ungligastigi fengu viðurkenningu sem Medalíubekkir og voru það 1.LE, 5. MLM og 8. ÞRH sem voru með flesta hrósmiða eftir skólaárið.
Veittar eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverjum árgangi frá 7. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir:
7. bekkur: Guðmundur Leo Rafnsson og Unnur Ísold Kristinsdóttir
8. bekkur: Magrét Rósa Sigfúsdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir
9. bekkur: Kári Snær Halldórsson og Krista Gló Magnúsdóttir
10. bekkur: Vilborg Jónsdóttir
Skólinn veitti eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir framfarir í námi:
7. bekkur – Nadía Líf Pálsdóttir
8. bekkur – Alysa Dominique Teague og Mikael Freyr Hilmarsson
9. bekkur – Ásgeir Orri Magnússon
10. bekkur – Börkur Kristinsson, Óliver Adam Arthúrsson og Sindri Þór Gylfason
Aðrar viðurkenningar 5.-7. bekk:
- Góður árangur í námsgrein sem tengist umhverfinu og náttúrunni: Kári Siguringason
- Góður árangur í upplestri og framsögn í 7. bekk: Bríet Björk Hauksdóttir og Lilja Rún Gunnarsdóttir
- Viðurkenning fyrir valgreinina hönnun og smíði: Kara Sól Gunnlaugsdóttir 8. ÞRH.
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
- Íslenska: Ása Bríet Bergsdóttir
- Stærðfræði: Vilborg Jónsdóttir
- Enska: Filoreta Osmani og Sveindís Sara Kristvinsdóttir
- Danska: Filoreta Osmani
- Samfélagsfræði: Filoreta Osmani
- Náttúrufræði: Helena Rafnsdóttir
- Íþróttir: Helena Rafnsdóttir
- Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á grunn- og framhaldsskólastigi: Samúel Skjöldur Ingibjargarson
- Fyrir góðan námsárangur í ensku á grunn- og framhaldsskólastigi: Fróði Kjartan Rúnarsson
- Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Vilborg Jónsdóttir
-Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Samúel Skjöldur Ingibjargarson
Valgreinar:
- Myndlist: Eygló Pálsdóttir
- Textílmennt : Viktoría Rose Wagner
- Skrautskrift : Eygló Ósk Pálsdóttir og Sveindís Sara Kristvinsdóttir
- Heimilisfræði: Eygló Ósk Pálsdóttir og Sóley Sara Rafnsdóttir
- Skólahreysti: Börkur Kristinsson
- Félagsstörf: Filoreta Osmani
- Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Einar Berg Viðarsson og Natan Orri Björgvinsson
Njarðvíkurskóli hefur undanfarin ár notið góðvildar grenndarsamfélagsins þegar á þarf að halda. Sérdeildin Björk fékk á vormánuðum veglegan styrk til kaupa á kennsluhúsgögnum frá Lionsklúbbi Njarðvík og Lionsklúbbi Æsu. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, þakkaði fulltrúum klúbbana fyrir þennan veglega stuðning til skólastarfs Njarðvíkurskóla.
Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Filoreta Osmani formaður nemendaráðs fyrir hönd útskriftarnema og Hulda Hauksdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir, umsjónakennarar 10. bekkjar. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk og kvaddi þá starfsmenn sem eru að hætta störfum við skólann. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 77. starfsár skólans.