Skólakynningar að hausti fyrir foreldra og nemendur

Að hausti bjóðum við foreldrum á skólakynningar þar sem farið er yfir helstu áhersluatriði skólaársins hjá hverjum árgangi, s.s. námsefni og námsmat, ferðir og viðburði sem og annað skipulag. Nemendur sitja með foreldrum/forráðamönnum á skólakynningum í 4.-10. bekk en nemendur í 1.-3. bekk eru í öðrum verkefnum á meðan kynningu stendur á bókasafni skólans.

Eftirfarandi tímasetningar eru á skólakynningunum haustið 2017

Skólakynning fyrir 1. bekk er miðvikudaginn 13. september á sal skólans kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 2. bekk verða fimmtudaginn 14. september í heimastofum nemenda kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 3. bekk verða þriðjudaginn 12. september í heimastofum nemenda kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 4. bekk verða fimmtudaginn 14. september á sal skólans kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 5. bekk verða þriðjudaginn 12. september á sal skólans kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 6. bekk verða föstudaginn 15. september í heimastofum nemenda kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 7. bekk verða miðvikudaginn 13. september í heimastofum nemenda kl. 8:20.
Skólakynningar fyrir 8. bekk verða miðvikudaginn 13. september kl. 8:20 í heimastofum nemenda.
Skólakynningar fyrir 9. bekk verða mánudaginn 11. september kl. 8:20 á sal skólans.
Skólakynningar fyrir 10. bekk verða föstudaginn 15. september kl. 8:20 á sal skólans.

Mjög mikilvægt er að hver nemandi eigi fulltrúa frá foreldrum/forráðamönnum á skólakynningunum.

Bestu kveðjur, stjórnendur Njarðvíkurskóla