Það var sannkölluð hátíðarstemning sem ríkti í Njarðvíkurskóla í morgun, 28. febrúar, þegar skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram. Nemendur sýndu þar afrakstur æfinga vetrarins í upplestri og það var augljóst að allir þátttakendur höfðu lagt mikla vinnu í undirbúninginn. Formlegur undirbúningur hófst á degi íslenskrar tungu í nóvember á síðasta ári og hafa nemendur æft sig undir stjórn íslenskukennara 7. bekkjar, Karen Ösp og Margrét Rósa.
Í dómnefnd sátu þau Ásgerður Þorgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Njarðvíkurskóla, Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi á menntasviði Reykjanesbæjar, og Rafn Markús Vilbergsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Áttu vandasamt verkefni fyrir höndum við að velja sigurvegara úr hópi hæfileikaríkra þátttakenda.
Karen Gígja Guðnadóttir og Viktoría Sól Sigurðardóttir báru sigur úr býtum með glæsilegum upplestri sínum. Þær munu vera fulltrúar skólans í lokahátíðinni sem fram fer í Hljómahöll þann 12. mars næstkomandi. Elísa Guðrún Guðnadóttir var valin varamaður og stóð sig einnig frábærlega.
Lokahátíðin í Hljómahöll verður haldin 12. mars þar sem koma saman nemendur úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Þar munu nemendur fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í upplestri.
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á lokahátíðinni.