Skóladagatal fyrir skólaárið 2025-2026

Skóladagatal fyrir Njarðvíkurskóla og Ösp
Skóladagatal fyrir Njarðvíkurskóla og Ösp

Skóladagatal fyrir Njarðvíkurskóla og Ösp skólaárið 2025-2026 hefur verið birt og hægt er að nálgast það hér. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans, skólaráði og hjá menntaráði Reykjanesbæjar.

Njarðvíkurskóli - Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2025-2026

Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsfólki í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og menntaráði Reykjanesbæjar.

Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs. Uppbrotsdagar geta mest orðið tíu dagar á skólaárinu. Í Njarðvíkurskóla verða níu uppbrotsdagar á skólaárinu 2025-2026 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimilið í Njarðvíkurskóla eru opið á uppbrotsdögum.
- Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Setning ljósanætur (4. september), hrekkjavaka (31. október), vináttudagur (7. nóvember), föndurdagur (12. desember), þemadagar (3. og 4. mars) og útinám og ferðir (3., 4. og 5. júní).

Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Njarðvíkurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2025-2026 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu.
- Frístundaheimilið í Njarðvíkurskóla er opið á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (25. ágúst), íþróttadagur (5. september), samtalsdagar (8. október og 28. Janúar), skertur nemendadagur (5. janúar), öskudagur (18. febrúar) og vorhátíð (4. júní).
- Frístundaheimilið í Njarðvíkurskóla er lokað á eftirfarandi skertum skóladögum: Jólahátíð (19. desember), árshátíð (20. mars) og skólaslit (10. júní).

Vetrarleyfi er dagana 17. október, 20. október og 20. febrúar. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið lokað. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með appelsínugulum lit á skóladagatalinu.

Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið lokað. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.
- Starfsdagar á skólaárinu eru: 23. september, 17. nóvember, 20. janúar, 19. febrúar og 5. júní.

Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið eins og kostur er.

Ösp - Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2025-2026
Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsfólki í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og menntaráði Reykjanesbæjar.

Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs. Uppbrotsdagar geta mest orðið tíu dagar á skólaárinu. Í Ösp verða níu uppbrotsdagar á skólaárinu 2025-2026 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimilið í Ösp eru opið á uppbrotsdögum.
- Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Setning ljósanætur (4. september), hrekkjavaka (31. október), vináttudagur (7. nóvember), föndurdagur (12. desember), þemadagar (3. og 4. mars) og útinám og ferðir (3., 4. og 5. júní).

Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Ösp verða átta skertir skóladagar á skólaárinu 2025-2026 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu.
- Frístundaheimilið í Ösp er opið á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (25. ágúst), samtalsdagar (8. október, 28. janúar og 29. maí) og skertur nemendadagur (5. janúar).
- Frístundaheimilið í Njarðvíkurskóla er lokað á eftirfarandi skertum skóladögum: Jólahátíð (19. desember), árshátíð (20. mars) og skólaslit (10. júní).

Vetrarleyfi er dagana 17. október, 20. október og 20. febrúar. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið lokað. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með appelsínugulum lit á skóladagatalinu.

Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilið í Ösp lokað. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.
- Starfsdagar á skólaárinu eru: 23. september, 17. nóvember, 20. janúar, 19. febrúar og 5. júní.

Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið eins og kostur er.