Ágætu foreldrar/forráðamenn
Við viljum minna á að fimmtudaginn 24. október er skertur kennsludagur á skóladagatali. Nemendur eru í kennslu samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar eða til kl. 9:35 og fara heim að því loknu. Fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilin þá hefst frístundastarfið þann dag kl. 9:35 og eru bæði frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla sem og í Ösp opin til kl. 16:15.
Föstudaginn 25., mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. október eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla þar sem starfsmenn eru í námsferð erlendis. Engin kennsla er þessa starfsdaga auk þess sem bæði frístundaheimilin eru lokuð.
Bestu kveðjur,
Skólastjórn