Dagana 19.-21. febrúar hélt Njarðvíkurskóli þemadaga með yfirskriftinni ,,Árið okkar". Þar fjallaði hver árgangur um sitt fæðingarár og unnu fjölbreytt verkefni tengt sínu fæðingarári.
Nemendur tóku virkan þátt í dagskránni sem innihélt skemmtileg og fræðandi verkefni. Þemadagarnir tókust afar vel og skapaðist góð stemning í skólanum þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Þemað í ár var það sama og verður á árshátíð Njarðvíkurskóla þann 4. apríl næstkomandi, þar sem atriði nemenda munu fjalla um fæðingarár þeirra og eftir árshátíð munu forráðamenn geta skoðað afrakstur þemadaga inni í skóla.
Við þökkum öllum nemendum og starfsfólki fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári!
Myndir af nemendum, sem Kacper Agnar og Júlíus Garðar í 10. bekk tóku, fylgja með fréttinni.