Sjálfsmatsskýrsla Njarðvíkurskóla

Sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2017-2018 er tilbúin og birt á heimasíðu skólans.  Sjálfsmatsskýrslan er unnin út frá þeim fjölmörgu matsþáttum sem eru á skólastarfi.  Niðurstöður hennar eru byggðar á fjölbreyttum matsþáttum s.s. Skólapúlsinum, viðhorfskönnunum, mati á skimunum sem eru lagðar fyrir nemendur, samræmdum könnunarprófum auk annars.  Sjálfsmat skóla er mikilvægt til þess að skoða hvað er verið að gera vel sem og hvar eru sóknarfæri til þess að gera gott skólastarf enn betra.  Út frá niðurstöðum sjálfsmats eru unnin umbótaáætlun fyrir næsta skólaár sem einnig er birt á heimasíðu skólans undir flipanum "Mat á skólastarfi".