Kristinn Einar og Þorgerður Tinna, formaður og varaformaður nemendafélags Njarðvíkurskóla.
Mikil stemming er í Njarðvíkurskóla í tengslum við Ljósanótt sem fer fram í Reykjanesbæ.
Í upphafi dags drógu Kristinn Einar Ingvason formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir varaformaður Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt. Í framhaldi tóku nemendur í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu þar sem Friðrik Dór stýrði m.a. fjöldasöng og lagið Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson var sungið.
Þá fengu nemendur í 8.-10.bekk forvarnarfræðslu á sal vegna aukins vopnaburðar og notkunar ungmenna. Fræðsluna önnuðust Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristján Geirsson lögreglumaður og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins.
Á morgun föstudag verður síðan Ljósanætur danspartý í Njarðvíkurskóla, sem verður haldið á vegum nemendafélagsins, fyrir alla nemendur skólans og elstu nemendur á leikskólanum Gimli þar sem dansað verður og og boðið upp á andlitsmálningu.