Samtalsdagur 6. febrúar

Samtalsdagur er fimmtudaginn 6. febrúar. Þá mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum til viðtals við umsjónarkennara. Fag-, list- og verkgreinakennarar eru einnig til viðtals í sínum heimastofum þennan dag. Í viðtalinu verður farið yfir það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars.

Bókun viðtala fer fram í gegnum Mentor eins og í haust þannig að foreldrar geta sjálfir bókað viðtal á þeim tíma sem hentar þeim best. Leiðbeiningar fyrir bókun viðtala má sjá hér í myndbandi frá Mentor https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Opnað verður fyrir bókanir á miðnætti 30. janúar og lokað verður fyrir bókanir á miðnætti 5. febrúar. Ef foreldrar bóka ekki tíma sjálfir þá sér umsjónarkennari um að bóka tíma fyrir þá og sendir tölvupóst heim því til staðfestingar.

Foreldrar nemenda í 3., 6. og 9 bekk svara viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið og biðjum við þá foreldra um að staldra við og svara. Niðurstöður viðhorfskönnunar eru mikilvægur hluti í sjálfsmati skóla og við notum ykkar svör til að gera gott skólastarf enn betra.

Frístundaheimili skólans er opið á samskiptadaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.