Samtalsdagur 24. janúar 2019 í Njarðvíkurskóla
Við minnum á að á morgun, fimmtudaginn 24. janúar, er samskiptadagur í Njarðvíkurskóla. Forráðamenn eiga að vera búnir að bóka viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor en einnig eru aðrir fag-, list- og verkgreinakennarar til viðtals í sínum stofum og hægt að bóka viðtal hjá þeim líka.
Frístundaskólinn er opinn fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá 8:15-16:00.
Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk eru beðnir um að svara stuttri viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið en niðurstöður þess eru mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans.
Minnum líka á vöfflusölu nemenda í 10. bekk sem eru að safna fyrir vorferðinni sinni.
Skólastjórn Njarðvíkurskóla