Rósa Kristín Jónsdóttir
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Stapa í gær 6. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt Bríet Silfá Möller og Rósa Kristín Jónsdóttir, varamaður þeirra var Jökull Gautason. Þau stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðustu vikur og mánuði undir handleiðslu Auðar Ásgrímsdóttur, Jóhanns Gunnars Sigmarssonar og Margrétar Rósu Friðbjörnsdóttir íslenskukennara þeirra.
Rósa Kristín Jónsdóttir sigraði keppnina í Stapa í ár, sem er frábær árangur þar sem keppnin var einstaklega jöfn og spennandi.
Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og mjög erfitt var fyrir dómara að gera upp á milli þeirra. Það er því ljóst að nemendur í Reykjanesbæ hafa staðið sig afar vel í ræktunarhluta keppninnar í skólunum áður en til lokahátíðarinnar kom.
Njarðvíkurskóli óskar Rósu Kristínu innilega til hamingju með frábæran árangur sem og Bríeti Silfá fyrir frábæran flutning.