Öskudagur, starfsdagur og vetrarleyfi

Miðvikudaginn 5. mars er Öskudagur og er það skertur nemendadagur. Skóla lýkur kl. 11:15 í Njarðvíkurskóla og geta nemendur borðað hádegismat áður en þeir fara heim. Í Ösp er kennsla til 13:20. Frístundaheimili í skóla og Ösp er opið eftir að skóla lýkur til kl. 16:15.

Fimmtudaginn 6. mars er starfsdagur og föstudaginn 7. mars er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa tvo daga og frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað báða dagana.