Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla í dag 17. febrúar 2021.
Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbær. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lauk skóla.
Vegna takmarkanna sem við þurfum að fara eftir í skólastarfi núna þá var Öskudagurinn ekki með því sniði sem hefur verið síðustu ár. Engu að síður gerðum við okkur glaðan dag hér í skólanum. Hver bekkur/árgangur var með uppbrot frá hefðbundinni kennslu og gerðu margt skemmtilegt í tilefni dagsins ásamt því að nemendur voru duglegir að mæta í búningum eins og má sjá á þeim myndum sem hér fylgja.