Rafn Markús skólastjóri færir Hermanni Valssyni þakklætisvott frá Njarðvíkurskóla
Á haustmánuðum 2024 þá kom í heimsókn til okkar fyrrverandi nemandi í skólanum, Hermann Valsson, og myndaði skólann með þrívíddartækni og með þessu móti verður hægt að skoða skólann og það húsnæði sem heyrir undir skólann á stafrænan hátt.
Við hér í Njarðvíkurskóla erum mjög þakklát og viljum þakka Hermanni kærlega fyrir þennan hlýhug sem hann sýnir sínum gamla skóla með því að leggja þessa miklu vinnu á sig sem hann hefur gert.
Með þessari tækni getum við boðið nýjum nemendum og aðstandendum þeirra að koma í stafræna heimsókn áður en þau hefja nám við Njarðvíkurskóla. Þetta getur einnig verið skemmtileg leið fyrir fyrrum nemendur skólans til að skoða gamla skólann sinn og sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað frá því að þeir luku námi við skólann.
Hermann tók myndir bæði inni í aðalbyggingu skólans sem og Ösp, Björk, Brekku og íþróttahúsi skólans.
Fyrir áhugasama þá má fara inn á þessa slóð og hefja för sína um Njarðvíkurskóla.