Ásgerður Bjarklind Bjarkadóttir og Helena Rafnsdóttir
Lífshlaupið fór fram dagana 7.-27. febrúar og tók starfsfólk Njarðvíkurskóla þátt eins og síðustu ár. Njarðvíkurskóli tók þátt í flokknum 70-149 starfmenn og voru í efsta sæti allan tímann. Njarðvíkurskóli var með 87% þátttökuhlutfall og sigruðu að lokum í sínum flokki í mesta fjölda daga og endaði skólinn í 4.sæti í fjölda mínútna.
Teymið Heilsueflandi Grunnskóli hélt utan um þátttökuna og skipulagði ýmsa viðburði þessar þrjár vikur, t.d. göngu, bocciamót, bingó og lokahóf.
Frábær frammistaða hjá okkar góða fólki.