Mynd frá íþróttatíma í morgun
Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Samstarfið er byggt upp á áhuga og samstarfsvilja milli kennara beggja stofnana og jákvæðni foreldra. Markvissir fundir og heimsóknir byggja upp traust og vináttu á milli skólastiga, nemendum og kennurum til góðs. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Mikilvægt er að flutningur yfir í grunnskóla sé vel undirbúinn. Nám barna þarf að vera samfellt. Sú þekking og færni sem börnin öðlast í leikskóla verður sá grunnur sem grunnskólanám byggir á.
Gagnkvæmar heimsóknir nemenda eru skiplagðar fyrir allt skólaárið. Í morgun mættu drengir í skólahóp í íþróttatíma í Njarðvíkurskóla með 1.MLM.