Merki Njarðvíkurskóla
Núna á starfsdögum fór stór hluti starfsmannahóps Njarðvíkurskóla í námsferð til Berlínar. Heimkoma átti að vera á morgun mánudaginn 24. apríl en í gær kom í ljós að öryggisverðir á flugvellinum í Berlín hafa boðað til verkfalls þennan mánudag. Það gerir það að verkum að flugfélög hafa fellt niður flug frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar á morgun mánudaginn 24. apríl og því verður heimferð frá Berlín fyrir starfsmenn Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 25. apríl. Þessar ófyrirséðu aðstæður kalla á breytt skipulag á skólastarfi fyrir þriðjudaginn 25. apríl.
Við ætlum að halda úti kennslu þriðjudaginn 25. apríl, með þeim starfsmönnum sem við erum með hér heima fyrir nemendur í 1.-3. bekk (frá 8:15-13:20), aðrir nemendur verða í fríi. Við höfum því miður ekki tök á að vera með starfsemi í frístundaheimilinu hér í skóla. Eðlileg stundatafla víkur þennan dag og nemendur í 1.-3. bekk fara ekki í list - og verkgreinar eða íþróttir/sund.
Eðlileg starfsemi þennan dag verður fyrir alla nemendur í Ösp sérdeild og frístundaheimilið verið einnig opið fyrir nemendur í Ösp.
Engin starfsemi verður í Björk sérdeild.
Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum miðvikudaginn 26. apríl.