Aparóla í Njarðvíkurskóla.
Mikil gleði er hjá nemendum í Njarðvíkurskóla með aparóluna sem sett hefur verið upp á skólalóðinni og tekin í notkun í dag.
Kvenfélagið Njarðvík, foreldrafélagið í Njarðvíkurskóla og Njarðvíkurskóli stóðu saman af kostnaði við uppsetningu á aparólunni.
Uppsetningin á aparólunni er liður í því að bjóða nemendum í Njarðvíkurskóla upp á fjölbreyttari og skemmtilegri afþreyingu á útisvæði skólans.
Vonandi verður hægt að halda áfram að gera skólalóðina enn skemmtilegri, fjölbreyttari og auka þannig notagildi hennar fyrir alla aldurshópa.
Njarðvíkurskóli þakkar Kvenfélaginu Njarðvík og foreldrafélaginu fyrir stuðninginn.