Dagana 1. til 12. febrúar var Lestrarátak Njarðvíkurskóla þar sem lögð var enn meiri áhersla en aðra daga á lestur og mikilvægi þess. Lestrarátakið kallaðist Vinir lesa og fólst það fólst meðal annars í því að nemendur fengu að sjá myndband á hverjum degi þar einstaklingar í samfélaginu sem eru góðar fyrirmyndir urðu við beiðni okkar um að taka þátt í lestrarátakinu. Lesarar völdu lesefni sem á sér forsögu í þeirra lífi t.d. tengist góðum minningum úr æsku og/eða vináttu á einhvern hátt. Eftirtaldir einstaklingar tóku þátt í lestrarátakinu:
- Guðni Th, Jóhannesson, forseti Íslands
- Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla
- Einara Lilja Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Njarðvíkurskóla
- Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
- Guðjón Sigbjörnsson, starfsmaður Njarðvíkurskóla
- Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
- Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar
- Sigmundur Már Herbertsson, umsjónamaður fasteigna í Njarðvíkurskóla
- Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, sóknarprestur í Njarðvíkurkirkjum
Meðal fleiri verkefna má nefna að nemendur í 4.bekk komu og lásu fyrir nemendur í 1.bekk í nestistíma og stóðu sig mjög vel og sýndu að þar eru góðar fyrirmyndir á ferð líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.