Leikgleði- Skuggaleikhús

Njarðvíkurskóli er þátttakandi í þróunarverkefni sem heitir Leikgleði og eru nemendur í 1.-2. bekk þátttakendur. Verkefnið gengur út á að efla hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni barna með aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Með því eru börnin virkir þátttakendur í tónlistinni, dansinum, leiknum eða leiksýningunum sem byggja á sögunum sem unnið er með.
Verkefnastjóri verkefnisins er Ólöf Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur verkefnisins er Birte Harksen leikskólakennari sem hefur unnið með málörvandi aðferðir til margra ára.
Fimmtudaginn 5. nóvember fengum við í heimsókn Birte og Immu, samstarfskonu hennar, sem buðu nemendum í 1. og 2. bekk upp á sýninguna Skuggaleikhús við góðar undirtektir nemenda.
Við þökkum Birte og Immu kærlega fyrir heimsóknina.