Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
Nemendur í 1., 4., 5., 7. og 9. bekk mæta kl. 8:30 og eru til 10:30.
Nemendur í 2., 3., 6., 8. og 10. bekk mæta kl. 9:30 og eru til 11:30.
Nemendur eru bæði á stofujólum þar sem það er lesin upp jólasaga, skipts á pökkum (í yngri bekkjum) og nemendur koma með smákökur og gos/safa til að gæða sér á. Svo er farið á sal þar sem nemendur í 5. bekk sýna helgileik. lesin er jólaljóð og svo er tónlistaratriði. Eftir það dansa allir í kringum jólatréð og það er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki í heimsókn.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skóli hefst aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2018.