Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla 11. desember

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla verður með jólaföndur á sal skólans miðvikudaginn 11. desember frá kl. 17:00 til kl. 18:30.

Foreldrafélagið býður upp á fjölbreytt efni fyrir skapandi börn og fullorðna. Vinsælu stytturnar og jólakúlurnar aftur í boði gegn vægu gjaldi.

Nemendur í 10. bekk verða með veitingasölu.

Við mælum með að taka með sér skæri, lím og liti og nokkra klósettpappírshólka. Ekki gleyma jólapeysunni.

Öll hjartanlega velkomin.