Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

Í dag fengum við góða heimsókn til nemenda í 3. bekk frá Gunnari hjá Eldvarnareftirliti Brunavarna Suðurnesja. Fyrir jólin komu fulltrúar frá Eldvarnareftirlitinu með fræðslu til nemenda og tóku þau þátt í getraun í kjölfarið.

Einn nemandi í árgangnum var dreginn út með allt rétt og fékk í verðlaun viðurkenningarskjal auk inneignar hjá Spilavinum.

Við óskum Hafþóri Söring til hamingju með vinninginn sinn.