Glæsilegur öskudagur í Njarðvíkurskóla

Mikil gleði ríkti í skólanum á öskudaginn þegar nemendur og starfsfólk fögnuðu þessum skemmtilega degi saman. Húsið iðaði af lífi og fjöri þegar börnin mættu í sínum glæsilegu búningum, tilbúin að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi viðburðum dagsins.

Skipulagðar voru mismunandi stöðvar um allan skóla þar sem nemendur gátu spreytt sig á ýmsum skemmtilegum verkefnum. Í íþróttasalnum voru líka fjölbreyttar hreyfistöðvar. Nemendur fóru á milli stöðva með bekkjarfélögum sínum og nutu þess að prófa allt sem í boði var.

Einnig var vinsælt að heimsækja draugahúsið sem nemendaráð setti upp og sáu um að skapa dularfulla stemningu fyrir alla nemendur.

Dagurinn endaði með glæsilegri pizzaveislu þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman í matsalnum.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í að gera þennan dag að eftirminnilegri upplifun fyrir nemendur skólans líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.